Leiðbeiningar

Að hlusta á hlaðvarp

Að hlusta á hlaðvarp getur verið góð skemmtun. Í ljósi þess að margir virðast ekki vita hvar eða hvernig þeir eiga að nálgast hlaðvarp eins og Flugvarpið þá er hér tilraun til að bæta þar úr. Um leið eru þeir sem til þekkja, hvattir til að aðstoða þá sem ekki vita hvar þetta efni er að finna og leiðbeina þeim.

Apple Podcast

Hægt er að opna Apple podcast app, sem er standard á öllum iPhone og iPad. Með því að velja svo „stækkunarglerið" er hægt að leita að þáttum og efni. Hægt er að gefa efni einkunnir (stjörnugjöf) og velja „subscribe" (áskrift), fyrir þá þætti sem maður vill fylgjast með.

Opna Flugvarpið á Apple Podcast

Spotify

Spotify-App er hægt að nota til að hlusta á hlaðvarp, rétt eins og tónlist. Undir „search" – leitinni þá er hægt að finna „podcasts" og velja úr eða skrifa „Flugvarpið" í leit og velja uppáhaldsþáttinn. Hér er hægt að velja „following" til að fylgjast þá sjálfskrafa með nýjum þáttum í þeim flokki sem viðkomandi vill.

Opna Flugvarpið á Spotify

Google Play Store

Á Google play store, er hægt að leita undir „apps" og finna ýmis öpp til að hlusta á hlaðvarp í Android tækjum. Podbean er t.d. eitt þeirra sem er frítt og virðist virka vel. Þegar appið er uppsett þá er einfalt að fara í „leit" og slá inn efnið/heiti eins og Flugvarpið og þættirnir eiga að birtast.

mbl.is

Hægt er að finna alls konar hlaðvarp í gegnum mbl.is. Veljið „valmynd" (lengst til hægri) og smellið á „fólkið". Þar undir er flipinn „hlaðvarp". Hægt er að leita að ákveðnu efni og einnig eftir flokkum. Flugvarpið er t.d. undir flokknum „tækni og vísindi".

Opna Flugvarpið á mbl.is